Fyrri leikir í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik fóru fram í kvöld. Síðari leikirnir fara fram eftir viku, 28. mars.
Samanlagður sigurvegari í hverri viðureign tekur sæti í átta liða úrslitum keppninnar sem leikin verður síðla í apríl.
Fyrir utan leikmenn Vals komu nokkrir Íslendingar við sögu í öðrum viðureignum kvöldsins.
HC Motor – RK Nexe 23:27 (8:13).
– Roland Eradzer aðstoðarþjálfari HC Motor.
Skjern – Füchse Berlin 23:28 (11:14).
Benfica – Flensburg 26:39 (10:21).
– Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg.
Bidasoa Irun – Sporting 30:27 (11:12).
FTC (Ferencváros) – Montpellier 30:36 (17:16).
Granolles – Skanderborg Aarhus 32:34 (12:20).
Kadetten Schaffhausen – Ystads IF 38:32 (21:17).
– Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 14 mörk fyrir Kadetten. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.
Valur – Göppingen 29:36 (13:17).