Að vanda hefur Handknattleikssamband Evrópu tekið saman syrpu með fimm glæsilegum mörkum eftir síðustu umferð Evrópudeildar karla í handknattleik sem fram fór í gærkvöld.
Tveir Íslendingar eru í hópi þeirra fimm sem skoruðu eftirtektarverð mörk í leikjum fyrri umferðar 16-liða úrslitanna.
Landsliðsmaðurinn og leikmaður svissnesku meistaranna, Kadetten Schaffhausen, Óðinn Þór Ríkharðsson er nánast orðinn fastamaður í samantektinni eftir hverja umferð. Eitt marka hans fyrir Kadetten í sigurleiknum við Ystads IF í gærkvöld er á meðal fimm bestu. Óðinn Þór lét sér ekki muna um að skora 14 mörk í leiknum.
Evrópudeildin: 16-liða úrslit, fyrri leikir, úrslit
Hinn Íslendingurinn á listanum er Valsmaðurinn Tryggvi Garðar Jónsson sem kom inn með kraftmikla frammistöðu undir lok leiks Vals og Göppingen í Origohöllinni. Tryggvi Garðar skoraði þrjú mörk. Eitt þeirra er í samantektinni að þessu sinni.
Myndskeiðið með mörkunum er hér fyrir neðan.
Buzzer-beater in-flight fast break from Gulliksen. 💥😱#ehfel #RoadToFlensburg
— EHF European League (@ehfel_official) March 22, 2023
5️⃣ David Debreczeni | @Fradi_HU 😮
4️⃣ Tryggvi Jónsson | @valurhandbolti 😳
3️⃣ August Pedersen | @SGFleHa 😱
2️⃣ Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh 🤯
1️⃣ Kevin Gulliksen | @FRISCHAUFGP 🔥🛩 😱 pic.twitter.com/NYLjGzeJVR