- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Röddin er svo gott sem farin“

Kátt á hjalla hjá leikmönum Zwickau eftir sigurinn á toppliðinu í gær. Díana Dögg er þriðja f.v. í efri röð. Mynd / BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Eftir naumt tap fyrir Lintfort þá komu Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau af ákveðni til baka í gær og unnu topplið þýsku 2. deildarinnar, Füchse Berlin, með fimm marka mun á heimavelli, 31:26. Þar með komst BSV Sachsen Zwickau aftur inn á sporið í keppninni um efsta sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í 1. deild á næstu leiktíð.


„Við vorum virkilega ákveðnar í dag og sýndum karakter sem hefur vantað í síðustu leiki og kláruðum þetta með stæl. Enda var fagnað vel í klefanum eftir leikinn, röddin er svo gott sem farin,“ sagði Díana Dögg glöð í bragði í skilaboðum til handbolta.is í gærkvöld. Hún skoraði þrjú mörk í leiknum og lék einnig stórt hlutverk í vörn eins og í flestum leikjum liðsins. Díana Dögg átti einnig þrjár stoðsendingar í leiknum.
 
Zwickau-liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik og var með yfirhöndina frá fyrstu mínútum til hinnar síðustu. Undir lokin var sigurinn aldrei í hættu.
Füchse Berlin er ennþá efst með 23 stig eftir 13 leiki en tapið í gær var það fyrsta hjá liðinu á keppnistímabilinu. Zwickau er í öðru sæti með 21 stig að loknum 13 leikjum og Herreberg situr í þriðja sæti með 20 stig, en á leik til góða á tvö efstu liðin. Solingen er í fjórða sæti með 17 stig.

Þriggja marka tap

Í 1. deildinni töpuðu Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar hennar í Bayer Leverkusen fyrir Union Halle-Neustadt, 25:22, á útivelli. Leverkusen situr í sjöunda sæti af 16 liðum deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki. Hildigunnur skoraði eitt mark. Eins og kom fram á handbolti.is á dögunum þá glímir hún við mjög erfið meiðsli í hné, getur lítið æft en tekur þátt í leikjum eins og mögulegt er. Framundan er leikur í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Hildigunnur stefnir á að ná honum og gangast undir aðgerð að þeim leik loknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -