- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kadetten í undanúrslit – Óðinn Þór safnar kröftum

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten í Sviss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með, er komið í undanúrslit um svissneska meistaratitilinn í handknattleik. Kadetten vann í gær Suhr Aarau í þriðja sinn í dag, 30:25, heimavelli í átta lið úrslitum. Leikmenn Suhr Aarau unnu ekki leik í rimmunni.

Í undanúrslitum mætir Kadetten annað hvort Pfadi Winterthur eða Wacker Thun. Einvígi þeirra verður kannski leitt til lykta í fjórðu viðureign liðanna í dag.

Óðinn Þór hafði hægt um sig í gær. Hann skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti. Vísast til er Óðinn Þór að safna kröftum fyrir síðari leikinn við Füchse Berlin í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer í Berlín á þriðjudaginn.

Óðinn Þór skoraði 15 mörk í fyrri viðureigninni í Schaffhausen á þriðjudaginn. Kadetten fer með fjögurra marka forskot í farteskinu til þýsku höfuðborgarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -