Ýmir Örn Gíslason varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik með Rhein-Neckar Löwen eftir framlengdan úrslitaleik og vítakeppni gegn Magdeburg, 36:34. Staðan var jöfn 27:27 eftir venjulegan leiktíma og 31:31 eftir framlengingu. Aðeins var framlengt einu sinni áður en farið var í vítakeppni.
Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Ýmir Örn vinnur með Löwen eftir að hann kom til félagsins í febrúar 2020. Rhein-Neckar Löwen vann síðast bikarkeppnin árið 2018.
Um leið er þetta annað árið í röð sem Magdeburg tapar í úrslitaleik bikarkeppninnar en liðið varð þýskur meistari í fyrra.
Guten Morgen ihr POKALSIEGER! 🏆🦁 Wie war die Nacht?! 🥳🫠 #rnl #rnloewen #handball pic.twitter.com/rzR7ueTnWC
— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) April 17, 2023
Ýmir Örn Gíslason var allt í öllu í vörninni hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann skoraði eitt mark. Uwe Gensheimer var markahæstur með átta mörk og Juri Knorr var næstur með sex mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var að vanda í stóru hlutverki hjá SC Magdeburg. Hann skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar. Kay Smits var markahæstur með níu mörk.
Fyrr í dag unnu Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg bronsverðlaunin í bikarkeppninni með öruggum sigri á Lemgo, 28:23.