- Auglýsing -
Tveir leikir fara fram í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Klukkan 18 mætast Stjarnan og ÍBV í TM-höllinni í Garðabæ og klukkan 19.40 leiða lið Selfoss og FH saman hesta sína í Sethöllinni á Selfossi.
Stjarnan og Selfoss töpuðu fyrir ÍBV og FH í fyrstu umferð á laugardaginn og verða þar af leiðandi að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleiki.
Handbolti.is fylgist með báðum viðureignum í textalýsingu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -