- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Eyþór Ari, Elliði Snær, Lindberg, franska deildin

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -
  • Eyþór Ari Waage hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR um tvö ár. Eyþór Ari leikur í vinstra horni og skoraði 32 mörk í Olísdeildinni í vetur. Hann er fjórði leikmaður ÍR sem framlengir samning sinn við félagið á nokkrum dögum. 
  • Elliði Snær Viðarsson er í liði 27. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Eyjamaðurinn átti stórleik með Gummersbach og skoraði m.a. sjö mörk í átta skotum í sigri á Wetzlar, 37:30,  á heimavelli á sunnudaginn.  Þetta er í fyrsta sinn sem Elliði Snær er í liði umferðarinnar í 1. deild. Gummersbach endurheimti sæti í deildinni fyrir ári eftir nokkurra ára fjarveru. Elliði Snær hefur skoraði 89 mörk í 27 leikjum leiktíðarinnar og er með 65% skotnýtingu. 
  • Forráðamenn þýska handknattleiksliðsins Füchse Berlin hafa skipt um skoðun og boðið danska handknattleiksmanninum Hans Lindberg nýjan samning. Í október tilkynntu stjórnendur félagsins að Lindberg yrði ekki boðinn nýr samningur þegar núverandi samningur rennur út við lok leiktíðar.
  • Ekki er ljóst hvað veldur sinnaskiptunum. Lindberg, sem er 41 árs, mun ætla að taka boðinu. Hann var að mæta til leiks aftur eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla og ætti þar með að geta saumað að markameti Yoon Kyung-Shin í þýsku 1. deildinni. Lindberg vantar 22 mörk upp á að jafna metin við Suður Kóreubúann. 
  • Franska meistaraliðið PSG rótburstaði Montpellier, 38:23, í uppgjöri liðanna um efsta sæti frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í París á sunnudagskvöldið. PSG er þar með efst í deildinni með 44 stig eftir 25 leiki. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes eru í öðru sæti með 43 stig og Montpellier situr í þriðja sæti með 42 stig. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -