- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Undanúrslitin hefjast – spenna í umspili

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar messar yfir leikmönnum sínum í leikhléi. Stjarnan sækir Val heim í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í dag með leikjum í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Deildarmeistarar ÍBV taka á móti Haukum í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16.40.

Áður en flautað verður til leiks í Vestmannaeyjum verður búið að leiða til lykta viðureign Vals og Stjörnunnar í Origohöllinni. Sú viðureign hefst klukkan 15. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleikjum um Íslandsmeistartitilinn.


ÍBV sat yfir í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar. Á sama tíma unnu Haukar liðsmenn Fram í tveimur leikjum.
Valur sat einnig yfir í fyrstu umferð en Stjarnan mætti KA/Þór í þrígang og hafði að lokum betur í oddaleik.

Mánuður frá síðustu leikjum

Nærri því mánuður er liðin frá síðustu leikjum ÍBV og Vals á Íslandsmótinu vegna þess að liðin sátu yfir í úrslitakeppninni auk þess sem landsleikir fóru fram í fyrri hluta þessa mánaðar.

Úrslit í innbyrðisleikjum í Olísdeildinni í vetur:
22. október: Haukar - ÍBV 23:24.
14. janúar: ÍBV - Haukar 30:28.
10. mars: Haukar - ÍBV 23:30.

22. október: Valur - Stjarnan 25:23.
14. janúar: Stjarnan - Valur 25:25.
11. mars: Valur - Stjarnan 30:28.

Jafnar Selfoss metin?

Áður en að undanúrslitum Olísdeildar kvenna kemur mætast ÍR og Selfoss öðru sinni í umspili Olísdeildar kvenna. Að þessu sinni mætast liðin í Skógarseli, heimavelli ÍR-inga, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu lið Selfoss í fyrstu viðureigninni í Sethöllinni á Selfossi á miðvikudagskvöld, 27:21. Leikurinn í Skógarseli hefst klukkan 14.

Leikir dagsins

Olísdeild kvenna, undanúrslit, 1. umferð:
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 15 – sýndur á Stöð2sport.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar, kl. 16.40 – sýndur á Stöð2sport.

Umspil Olísdeildar kvenna, úrslit, 2. umferð:
Skógarsel: ÍR – Selfoss (1:0), kl. 14.
Handbolti.is verður með textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -