- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Margrét heldur áfram að verja mark Hauka

Margrét Einarsdóttir í marki Hauka í leik við KA/Þór í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Hauka hefur framlengt samningi sínum við Margréti Einarsdóttur, markvörð til næstu tveggja ára. Þetta eru góð tíðindi fyrir Haukaliðið sem stendur í ströngu um þessar mundir í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar.

Margrét sem verið hefur aðalmarkvörður Hauka síðan hún kom til félagsins frá Val fyrir tveimur árum. Margrét hefur fallið vel inn í liðið og binda Haukar miklar vonir við hana.

Margrét sem leikið hefur fyrir öll yngri landslið Íslands var einnig valin í A-landsliðið í apríl á síðasta ári. Síðast var Margrét kölluð inn í landsliðið í síðasta mánuði vegna leikja í undankeppni heimsmeistaramótsins.

„Það er ánægjulegt að hún hafi valið að leika áfram með félaginu og taka áfram þátt í þeirri uppbyggingu sem verið hefur hjá meistaraflokki kvenna undanfarin ár. Haukar fagna þessari niðurstöðu og hlakka til að sjá hana í áfram í Haukabúningnum,” segir í tilkynningu frá Haukum.

Margrét lék upp yngri flokka með Fylki í Árbæ.

Fjórði undanúrslitaleikur Hauka og ÍBV fer fram á morgun á Ásvöllum og hefst klukkan 15. ÍBV hefur unnið tvo leiki til þessa, Haukar einn.

Handbolti.is talaði við Margréti þegar hún var fyrst valin í landsliðið í apríl á síðasta ári fyrir viðureign við Serba í undankeppni EM 2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -