- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Brynjólfur Snær skoraði á ögurstundu – Mosfellingar æfir

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka ræðir við sína menn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar unnu hreint ævintýralegan sigur á Aftureldingu, 29:28, í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar karla á Ásvöllum í kvöld. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði sigurmarkið á allra síðustu sekúndu leiksins. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Þar með hefur hvort lið unnið einn leik. Næsta viðureign verður í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld.

Aftureldingarmenn voru æfir að leikslokum vegna þess að þeir töldu víst að brotið hafi verið á Þorsteini Leó Gunnarssyni þegar hann átti síðasta skot að marki Hauka þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Svo virtist vera í fljótu bragði sem Aftureldingarmenn hafi haft eitthvað til síns máls.

Til að bæta gráu ofan svart, ef svo má segja, leit einnig út fyrir að línumaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafsson, hafi verið harkalega hindraður af Þráni Orra Jónssyni þegar hann reyndi að ná frákasti af skoti Þorsteins Leó. Þorleifur Árni Björnsson og Ramunas Mikalonis, dómarar, létu athugasemdir sem vind um eyru þjóta enda oftast best þegar mistök er gerð.

Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14, eftir að hafa snúð leiknum sér í hag. Haukar byrjuðu betur voru yfir, 6:3, eftir átta mínútur. Mosfellingar skoruðu fjögur mörk í röð, náðu yfirhöndinni og héldu henni til leiksloka.

Í síðari hálfleik skiptust liðin á um að vera með yfirhöndina. Afturelding var yfir framan af. Haukar sneru við blaðinu og komust yfir, 24:21. Afturelding svaraði með því að ná tveggja marka forskoti, 28:26. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin og fögnuðu sigri sem var þeim nauðsynlegur. Tap hefði dregið mjög úr vonum þeirra í einvíginu.

Ljóst að fjör verður á Varmá á fimmtudaginn. Frábær aðsókn var á leikinn í kvöld og sjálfsagt 15 til 16 hundruð áhorfendur. Margir virtust vera liðtækir dómarar.

Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5/2, Tjörvi Þorgeirsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Geir Guðmundsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Össur Haraldsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 4, 15,4% – Matas Pranckevicus 1, 14,3%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8/2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Birkir Benediktsson 2, Pétur Júnísson 1, Ihor Kopyshynskyi 1, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 7, 25,9% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2/1, 22,2%.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -