- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Janus, Sigvaldi, Orri, Axel, Danmörk, níu líf, undanúrslit, Molina

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik er ánægður með að vera kominn með fast land undir fætur. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmenn í handknattleik og leikmenn norsku meistaranna Kolstad eru báðir í úrvalsliði sem valið var eftir undanúrslitaleiki úrslitakeppninnar sem lauk í síðustu viku. Þeir verða í eldlínunni í úrslitarimmu Kolstad og Elverum sem hefst í dag í Kolstad Arena í Þrándheimi. Orri Freyr Þorkelsson leikur með Elverum sem leikur 10. árið í röð til úrslita í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar.  
  • Evrópumeistarar Vipers Kristiansand unnu öruggan sigur á Storhamar í fyrsta úrslitaleik  liðanna í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í gærkvöld, 32:19. Leikurinn fór fram í Kristjánssandi. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamars. Næst mætast liðin í Hamri á laugardaginn. 
  • Esbjerg leikur um danska meistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir að hafa lagt Nykøbing Falster öðru sinni í undanúrslitum í gærkvöld, 31:19. Óvíst er hver andstæðingurinn verður því jafnt er í rimmu Ikast og meistara síðustu tveggja ára Odense Håndbold. Síðarnefnda liðið jafnaði metin með sigri á Jótlandi í gær, 26:24. Oddaleikur fer fram í Óðinsvéum á laugardaginn. 
  • Þýski handknattleiksþjálfarinn Michael Biegler hefur a.m.k. níu líf í þjálfuninni. Tilkynnt var í gær að hann taki við þjálfun kvennaliðs Bayer Leverkusen í sumar af Svíanum Johan Petersson sem lætur af störfum og flytur heim til þess að taka við þjálfun kvennaliðs Alingsås HK. Biegler hefur víða þjálfað í Þýskalandi sem utan, félagslið jafnt sem landslið. Hann var m.a. þjálfari Leverkusen í 11 mánuði árið 2020 þegar Hildigunnur Einarsdóttir nýkrýndur Íslandsmeistari með Val og landsliðskona lék með Leverkusen.
  • Svo kann að fara að Barcelona og Kielce mætist annað árið í röð í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir mánuð. Í gær var dregið til undanúrslita. Barcelona mætir SC Magdeburg í fyrri undanúrslitaleiknum laugardaginn 17. júní og Paris Saint-Germain og Barlinek Industria Kielce í hinni. Leikirnir fara að vanda fram í Lanxess Arena í Köln
  • Spænski varnarsérfræðingurinn Carlos Molina hefur skrifað undir eins árs samning við ungverska liðið Pick Szeged með möguleika á eins árs framlengingu verði reynsla beggja aðila af samvinnunni góð. Molina kemur til félagsins frá úkraínska meistaraliðinu HC Motor Zaporizhzhia.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -