Handknattleikssamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13 í dag. Samkvæmt heimildum er tilefni fundarins að kynna til sögunnar nýjan landsliðsþjálfara í handknattleik í karlaflokki og væntanlegan aðstoðarþjálfara auk komandi verkefna landsliðsins undir stjórn nýja þjálfarateymisins.
Að öllum líkindum er um að ræða að Snorri Steinn Guðjónsson fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari karlaliðs Vals síðustu sex árin taki við starfi landsliðsþjálfara. Arnór Atlason fyrrverandi landsliðsmaður og tilvonandi þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro hefur verið sterklega orðaður við starf aðstoðarþjálfara.
Guðmundi Þórði Guðmundssyni var sagt upp starfi landsliðsþjálfara eftir miðan janúar. Síðan hafa Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon hlaupið í skarðið og stýrt landsliðinu í síðustu leikjum í undankeppni Evrópumótsins í mars og apríl