- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elísabet kemur inn í þjálfarateymi Stjörnunnar

Elísabet Gunnarsdóttir í leik með Stjörnunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og starfar við hlið Sigurgeirs (Sissa) Jónssonar sem tekur við þjálfun kvennaliðsins af Hrannari Guðmundssyni.

Elísabet er þrautreynd handknattleikskona sem hefur leikið í nærri tvo áratugi í meistaraflokki með Stjörnunni og Fram auk þess að klæðast landsliðstreyjunni í 64 skipti. Á ferlinum hefur Elíasbet unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn og verið ein sterkasta línukona landsins.

Samhliða starfi sínu hjá meistaraflokki ætlar Elísabet að þjálfa 3. og 7. flokk kvenna hjá Stjörnunni.

Ekki fylgir sögunni í tilkynningu Stjörnunnar hvort Elísabet ætli sér áfram að leika með Stjörnunni eða að hún snúa sér alfarið að þjálfun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -