- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfarar – helstu breytingar 2023

Arnór Atlason tilvonandi þjálfari Tvis Holstebro t.h. ásamt , Søren Hansen sem verður aðstoðarþjálfari liðsins. Mynd/Tvis Holstebro
- Auglýsing -

Handbolti.is hefur tekið saman helstu breytingar sem hafa orðið eða verða á högum íslenskra handknattleiksþjálfara, jafnt utan lands sem innan.

  • Carlos Martin Santos er hætti þjálfun Harðar. Tók í september við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á Selfoss auk þess að þjálfa 3. flokka karla og U-lið karla.
  • Hrannar hætti þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í vor.
  • Endre Koi tók við þjálfun Harðar.
  • Ólafur Stefansson hætti störfum hjá HC Erlangen. Hann hafði verið aðstoðarþjálfari í um 18 mánuði.
  • Arnór Atlason hefur tekið tók við þjálfun Team Tvis Holstebro. Hann verður einnig aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
  • Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun karlaliðs Nordsjælland í Danmörku.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun GWD Minden í Þýskalandi. Um leið hætti Aðalsteinn þjálfun svissneska meistaraliðsins Kadettn Schaffhausen.


  • Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC í Þýskalandi auk þess að þjálfa 16 ára lið pilta hjá félaginu.
  • Halldór Stefán Haraldsson tók við þjálfun karlaliðs KA.
  • Árni Stefán Guðjónsson tók við þjálfun kvennaliðs FH.
  • Jónatan Þór Magnússon hætti þjálfun karlaliðs KA.
  • Erlingur Birgir Richardsson hætti þjálfun karlaliðs ÍBV. Erlingur var í sumar ráðinn þjálfari karlalandsliðs Sádi Arabíu.
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti þjálfun karlandsliðsins í febrúar.
  • Magnús Stefánsson tók við þjálfun karlaliðs ÍBV.
  • Stefán Arnarson hætti þjálfun kvennaliðs Fram og tók við þjálfun kvennaliðs Hauka.
  • Ragnar Hermannsson hætti í byrjun mars þjálfun kvennaliðs Hauka.
  • Einar Jónsson tók þjálfun kvennaliðs Fram samhliða áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla.
  • Sigurgeir (Sissi) Jónsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar.
  • Halldór Örn Tryggvasontók við þjálfun karlaliðs Þórs.
  • Brynjar Hólm Grétarsson er aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs.
  • Andri Snær Stefánsson hætti þjálfun kvennaliðs KA/Þórs.
  • Díana Guðjónsdóttir verður áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Hauka. Hún tók tímabundið við sem aðalþjálfari í mars.
  • Jóna Margrét Ragnarsdóttir tók við sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Selfoss.
  • Roland Eradze hætti sem aðstoðarþjálfari HC Motor. Hann tók við starfi aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV.
  • Samúel Ívar Árnason hætti þjálfun kvennaliðs HK.
  • Hilmar Guðlaugsson tók við þjálfun kvennaliðs HK. Flutti heim frá Noregi.
  • Elísabet Gunnarsdóttir er aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.
  • Snorri Steinn Guðjónsson hætti þjálfun karlaliðs Vals og tók við starfi landsliðsþjálfara karla.
  • Óskar Bjarni Óskarsson tók við þjálfun karlaliðs Val.
  • Andrés Gunnlaugsson er annar þjálfara kvennaliðs Víkings.
  • Björgvin Páll Gústavsson er aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals.
  • Anton Rúnarsson verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals.
  • Jörgen Freyr Ólafsson Naabye tók við þjálfun Rival/Nord í Haugasundi. Var áður m.a. hjá FH.
  • Arna Valgerður Erlingsdóttir var ráðin þjálfari kvennaliðs KA/Þórs.
  • Þorvaldur Þorvaldsson var ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs KA/Þórs.
  • Jens Gunnarsson þjálfar kvennalið Beserkja.
  • Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir var ráðin yfirþjálfari kvennaflokka ÍR.
  • Hrannar Guðmundsson var ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs FH.

    Listinn verður reglulega uppfærður og birtur.
  • Ábendingar sendist til: handbolti@handbolti.is
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -