Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent Grænlendingum hamingjuóskir eftir að grænlenska kvennalandsiðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti kvenna i handknattleik í gærkvöld. Þetta er er í annað sinn sem grænlenska landsliðið vinnur sér sæti á HM og í fyrsta sinn í 22 ár.
Kveðju sína sendir forsetinn Grænlendingum á Twitter og segir m.a. að útiloka sé annað en hrífast með af hinni fölskvalausu gleði sem grænlenska liðið og stuðningsmenn hafi sýnt þegar HM-sætið var í höfn.
Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland 🇬🇱 Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ
— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023
Grænlenska landsliðið vann landslið Kanada, hvaðan Eliza Reid forsetfrú er, í úrslitaleik undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í Norður Ameríku og Karabíahafsríkja sem fram fór í Nuuk og lauk í gærkvöld, 17:15.
Meðal leikmanna grænlenska landsliðsins er Ivana Meincke sem undanfarin tvö ár hefur leikið með FH í Grill 66-deildinni.
Heimsmeistaramótið verður að þessu sinni haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember.
Handknattleikssamband Íslands vonast eftir að hreppa annað af tveimur boðsbréfum sem stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins sendir út á næstunni. Dregið verður í riðla HM í Gautaborg 6. júlí.