Gísli Þorgeir Kristjánsson og Oddur Gretarsson eru á meðal þeirra sem valið stendur um í kjöri á bestu leikmönnum tveggja efstu deilda í þýska handboltanum sem stendur nú yfir. Hægt er greiða báðum atkvæði á hlekk hér fyrir neðan.
Gísli Þorgeir er einn sjö sem hægt er að velja á milli þegar kemur að vali bestu leikmanna 1. deildar. Gísli Þorgeir lék einstaklega vel á leiktíðinni og var m.a. valinn besti leikmaður SC Magdeburg sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar sem lauk á sunnudaginn.
Einfalt er að leggja Gísla Þorgeiri lið í kjörinu. Aðeins þarf að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og á nafn eða mynd af honum sem birtist í framhaldinu og eftir það að slá inn auðkenni sem kemur uppá skjáinn.
Kjósa Gísla Þorgeir – smella hér.
Sömu sögu er að segja um Odd sem var á meðal markahæstu leikmanna 2. deildar og var einn af betri leikmönnum Balingen-Weilstetten sem vann deildina og leikur þar af leiðandi í efstu deild á næstu leiktíð. Oft reið Oddur baggamunin fyrir Balingen í jöfnum leikjum tímabilsins.
Sama uppskrift er er notuð til þess að greiða Oddi atkvæði sitt en slóð á kjörið er að finna hér fyrir neðan.
Kosningin er opin til klukkan 13 fimmtudaginn 15. júní.