- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur á bekk með snjöllum þjálfurum!

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Hákon Daði Styrmisson. Mynd/Philipp Ising
- Auglýsing -

Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar eru útnefndir þjálfarar ársins í tveimur löndum á stuttum tíma, í Þýskalandi og Sviss. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, var kjörinn þjálfari ársins í Sviss á uppskeruhátíð svissneska handknattleikssambandsins í fyrrakvöld.

Aðalsteinn Eyjólfsson með viðurkenningu sína fyrir að vera valinn þjálfari ársins 2023 í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen

Kadetten varð meistari tvö ár í röð undir stjórn Aðalsteins, sem er sonur Eyjólfs Bragasonar, handknattleiksmanns og þjálfara úr Stjörnunni.

Aðalsteinn tekur við þýska liðinu Dankersen Minden á næstu dögum. Þess má geta að hann hefur áður þjálfað í Þýskalandi. Hann þjálfaði fyrst kvennalið Tus Weibern 2004-2005. Hann var síðan þjálfari SvH Kassel 2008-2010, Eisenach 2010-2014. Aðalsteinn gerði frábæra hluti með Hüttenberg 2015-2017, er hann kom liðinu upp frá 3. deild í 1. deild. Aðalsteinn var eftirsóttur og fór frá Hüttenberg til Erlangen, sem hann þjálfaði í 1. deild 2017-2020, er hann fór til Sviss.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson, sem var valinn þjálfari ársins í 2. deild í fyrra, er hann stýrði Gummersbach upp í 1. deild á sínu öðru ári sem þjálfari liðsins. Guðjón Valur var síðan á dögunum útnefndur þjálfari ársins í Þýskalandi 2023.

Alfreð 10 sinnum útnefndur þjálfari ársins!

Jóhann Ingi Gunnarsson varð fyrstur til að vera útnefndur þjálfari ársins, eftir að „spútniklið“ Jóhanns Inga gerði það gott. Kiel varð í öðru sæti 1984-1985; einu stigi á eftir Gummersbach. Jóhann Ingi var kjörinn besti og vinsælasti þjálfarinn hjá  Handball Magazin 1985.

Alfreð Gíslason og Jóhann Ingi Gunnarsson.

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins, hefur mikið komið við sögu í kjöri þjálfara ársins í gegnum tíðina. Þýska blaðið Handball Magazin veitti þjálfurum viðurkenningu fram til ársins 2013, en fyrst hóf blaðið að útnefnda „Trainer der saison“ 1984. Það voru lesendur blaðsins sem völdu þjálfarann. Jóhann Ingi Gunnarsson, Kiel, var útnefndur hjá blaðinu 1986, en Alfreð var útnefndur 2001, sem þjálfari Magdeburgar, og fjórum sinnum sem þjálfari Kiel, 2009, 2011, 2012 og 2014.

Þýska handknattleikssambandið hóf að krýna „Trainer des Jahres“ 2000 í 1. deild og var Alfreð krýndur fimm sinnum, 2002 með Magdeburg og síðan 2009, 2012, 2015 og 2019 sem þjálfari Kiel. Dagur Sigurðsson, Füchse Berlín, var krýndur 2011 og Guðmundur Þ. Guðmundsson, Rhein-Neckar Löwen 2014.

Alfreð er eini þjálfarinn sem hefur verið valinn þjálfari ársins með tveimur liðum.

Alfreð var tvisvar sinnum á sama ári þjálfari ársins hjá Handball Magazin og þýska sambandinu; 2009 og 2012.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -