- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19EM: Erum að stíga inn á stærsta sviðið

U19 ára landsliðið sem tekur þátt í EM. Efri röð f.v.: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Embla Steindórsdótir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir. Neðri röð: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Valgerður Arnalds, Ethel Gyða Bjarnasen, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við gerum okkur grein fyrir að við erum að stíga inn á stærsta sviðið á EM, A-deild, þar sem 16 bestu lið Evrópu reyna með sér,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í þann mund að hann fór af landi brott með sveit sína til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst í Pitesti og Mioveni í Rúmeníu á morgun og stendur yfir til 16. júlí. Íslenski hópurinn kom á leiðarenda eftir miðnætti.

Allir leikir erfiðir

„Allir leikirnir verða erfiðir gegn sterkum liðum. Meðal annars höfum við séð leiki með Rúmenum en þeir unnu sterkt mót um síðustu helgi. Rúmenar, sem verða okkar fyrsti andstæðingur, er með frábært lið. Þjóðverjar eru með gott lið og einnig Portúgal.

Erum með öflugt lið

Riðillinn verður jafn, spennandi og um leið erfiður. Að sama skapi höfum við á að skipa góðu og öflugu liði með mikla leikreynslu. Við erum spennt að mæla okkur við önnur lið og hvers við erum megnug,“ sagði Ágúst Þór ennfremur eins og HM 18 ára landsliða fyrir ári síðan er Árni Stefán Guðjónsson einnig þjálfari íslenska liðsins.

Vonandi framhald á

U18 ára landsliðið hafnaði áttunda sæti á HM á síðasta sumri. Fjórtán af sextán leikmönnum íslenska landsliðsins í dag skipuðu hópinn í fyrra. „Liðið stóð sig vel á HM í fyrra og vonandi verður framhald á núna á EM,“ sagði Ágúst Þór sem ekki vill keyra væntingarnar úr hófi.

Æft saman í mánuð

Íslenski hópurinn hefur meira og minna æft saman síðasta mánuðinn auk þess að fara til Færeyja og leika tvo vináttuleiki við færeyska landsliðið sem tekur þátt í B-hluta Evrópumótsins sem fer fram á sama tíma í Litáen.

Merki eftirvæntingu

„Það hefur verið æft af krafti. Ég finn ekki annað en að hópurinn sé tilbúinn til þess að taka þátt í þessu spennandi verkefni.

Ég hef merkt það á síðustu æfingum að kominn er mikil spenna og mikil tilhlökkun í leikmenn að takast á við verkefnið. Eftir ferðina út náum við einni góðri æfingu [í dag] fyrir fyrsta leikinn. Á æfingunni ætlum við að smella okkur í gírinn fyrir fyrsta leikinn sem verður gegn heimaliðinu. Rúmeníu. Það verður krefjandi en um leið mjög skemmtilegt verkefni fyrir okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar af þjálfurum 19 ára landsliðs kvenna við handbolta.is.

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari fer yfir málin með Lilju Ágústsdóttur, Ingu Dís Jóhannsdóttur, Ölfu Brá Hagalín Oddsdóttur, Tinnu Sigurrós Traustadóttur og fleirum á æfingu í fyrradag. Mynd/Aðsend

Leikdagskrá:
6. júlí kl. 16.45, Rúmenía – Ísland.
7. júlí kl. 14.30, Ísland – Þýskaland.
9. júlí kl. 14.30, Ísland – Portúgal.
Framhaldið ræðst af árangri í riðlakeppninni. Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í keppni um átta efstu sæti. Tvö neðri liðin í hverjum riðli leika um níunda til 16. sætið.

U19 ára landslið kvenna

Markverðir:
Elísa Helga Sigurðardóttir, Haukum.
Ethel Gyða Bjarnasen, HK.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Val.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Lilja Jónsdóttir, KA/Þór.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Valgerður Arnalds, Fram.

Starfsfólk:
Ágúst Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, fararstjóri / liðsstjóri.
Brynja Ingimarsdóttir, farastjóri / liðsstjóri.

Handbolti.is fylgist grannt með mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -