Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna taka þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í haust og mæta til leiks strax í fyrstu umferð. Tólf lið verða með í fyrstu umferð og verður Valur í efri styrleikaflokki.
Liðin sem dregin voru út í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna 18. júlí:
Efri flokkur: | Neðri flokkur: |
Hypo NÖ (Austurr.) | VfL Oldenburg (Þýs.) |
AC PAOK (Grikkl.) | JDA Bourgogne Dijon HB (Fr.) |
Valur | HC Dunarea Braila (Rúm.) |
Molde HK (Noregi.) | Larvik HK (Noregi.) |
Costa del sol Málaga (Sp.) | Önnereds HK (Svíþ.) |
ZRK Zeleznicar (Serb.) | Spono Eagles (Sviss) |
Önnur umferð í nóvember
Takist Val að komast í gegnum fyrstu umferð, sem fer fram tvær síðustu helgarnar í september, tekur við önnur umferð í undankeppninni upp úr miðjum nóvember. Valur verður þá í neðri styrkleikaflokki verði nafn liðsins skálunum.
Aðeins leika 16 lið í Evrópudeild kvenna en ekki 24 eins og í karlaflokki. Fjögur lið hafa frátekið sæti í Evrópudeildinni og sleppa þar með forkeppninni. Liðin fjögur eru: Nykøbing Håndbold (Danmörku), Thüringen HC (Þýskalandi), CS Gloria 2018 BN (Rúmeníu), Mosonmagyarovari (Ungverjalandi).
Sjá einnig: ÍBV er eitt af 32 liðum í efri styrkleikaflokki