- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan kærir framkvæmd leiks

Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar og leikmenn ráða ráðum sínum inni á leikvellinum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Stjörnunnar ætlar að kæra framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem fram fór í TM-höllinni í gær og fjallað hefur verið um á handbolti.is. Ætlan stjórnarinnar kemur fram í tilkynningu sem deildin sendi frá sér í dag og birt er hér að neðan.

„Mistök áttu sér stað í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar. Í fyrri hálfleik leiksins eru ranglega skráð 18 mörk á KA/Þór en í raun skoraði KA/Þór 17 mörk. Það er hafið yfir allan vafa að hálfleikstölur leiksins hefðu því átt að vera 12-17, en ekki 12-18. Í ljósi þess að markið hafði áhrif á niðurstöðu leiksins hefur Stjórn Handknattleiksdeildar Stjörnunnar ákveðið að kæra framkvæmd leiksins vegna ofangreindra mistaka. Þetta atvik er ekki einungis leiðinlegt fyrir Stjörnuna heldur einnig KA/Þór og alla aðila sem komu að þessum leik. Handknattleiksdeild Stjörnunnar óskar eftir því að úrslit leiksins verði leiðrétt.

Virðingarfyllst, Pétur Bjarnason.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -