- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Riðlakeppninni er lokið – 16-liða úrslit á næstu grösum

Leikemnn FTC fögnuðu ekki í lokaumferðinni eru til alls líklegir í 16-liða úrslitum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina þar sem að endanleg niðurröðun liðanna ákvarðaðist og hvaða lið það verða sem mætast í 16-liða úrslitunum sem hefjast í byrjun mars. Einum leik var þó frestað þar sem að franska liðið Brest náði ekki að ferðast til Rúmeníu til að spila gegn Valcea og var rúmenska liðinu dæmdur 10-0 sigur.

Í Frakklandi áttust við Metz og CSM þar sem að franska liðið vann sannfærandi sigur 25-22 og lauk þar með riðlakeppninni með sigri. Þessi sigur tryggir Metz annað sætið í A-riðli á meðan rúmenska liðið endar í þriðja sæti eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í riðlinum.

Metz 25-22 CSM (16-12)

  • Eftir að liðin skiptust á að hafa forystuna á fyrstu 20 mínútum leiksins náði Metz góðum 6-1 lokakafla þar sem tókst að stoppa Cristinu Neagu en hún skoraði sex af þeim tólf mörkum rúmenska liðsins í fyrri hálfleik.
  • Hatadou Sako markvörður Metz átti góðan fyrri hálfleik og varði átta skot. Auk þess náði Dinah Eckerle varamarkvörður að verja tvö vítaköst frá Neagu.
  • Franska hægri skyttan, Marie Helene Sajka, spilaði sinn besta leik á tímabilinu og skoraði sex mörk.
  • CSM tapaði sínum fjórða leik gegn Metz á útivelli í röð.
  • Metz endaði í öðru sæti riðilsins, CSM í þriðja og munu liðin mæta annað hvort Valcea eða Dortmund í 16-liða úrslitunum.

Mörk Metz: Helene Sajka 6, Yvette Broch 4, Astrid N’gouan 3, Meline Nocandy 3, Manon Houette 3, Orlane Kanor 2, Camila Micijevic 1, Debbie Bont 1, Laura Kanor 1, Jurswailly Luciano 1.
Varin skot: Hatadou Sako 13, Dinah Eckerle 2.
Mörk CSM: Cristina Neagu 8, Carmen Martin 4, Elizabeth Omoregie 3, Barbara Lazovic 3, Siraba Dembele 2, Crina Pintea 2.
Varin skot: Jelena Grubisic 5, Denisa Dedu 4.

Þrátt fyrir að Rostov-Don hafi lent í nokkrum erfiðleikum á tímabilinu tókst liðinu að ljúka riðlakeppninni af fullum krafti og vinna FTC, 26-24. Þar með tryggð Rostov-Don sér toppsætið í A-riðli. Skyttur rússneska liðsins náðu sér þó ekki á strik í leiknum en þær skoruðu samtals 10 mörk.

Rostov-Don 26-24 FTC (12-12)

  • Liðin skiptust fjórum sinnum á að hafa forystu í fyrri hálfleik mestur var munurinn á liðinum þrjú mörk þegar að FTC náði 9-6 forystu sem gekk því síðar úr greipum
  • Markahæsti leikmaður FTC, Katrin Kljuber, tókst ekki að skora að þessu sinni. Vinstri skyttan, Emily Bölk, og hægri hornamaðurinn Angela Malestein skoruðu samtals 15 mörk.
  • Góður 5-1 kafli sem rússneska liðið náði á níu mínútum lagði grunninn að sigrinum.
  • Juliia Managarova, markahæsti leikmaður Rostov í Meistaradeildinni, var markahæsti í leiknum með sjö mörk.
  • Rússneska liðið hlaut 21 stig og sigraði í riðlinum og mætir Podravka í 16-liða úrslitum. FTC sem varð í fjórða sæti leikur annað hvort við Buducnost eða Valcea.

Mörk Rostov: Juliia Managarova 7, Ksenia Makeeva 6, Anna Sen 4, Vladlena Bobrovnikova 3, Grace Zaadi 3, Polina Kuznetsova 2, Viktoriya Borschenko 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 5, Galina Gabisova 4.
Mörk FTC: Antje Malestein 8, Emily Bölk 7, Nikolett Tóth 4, Gréta Marton 2, Zita Szucsánszki 1, Aniko Kovacsics 1, Julia Behnke 1.
Varin skot: Kinga Janurik 9.

Þrátt fyrir að úrslit leiksins breyttu engu varðandi röð liðanna var það keppikefli beggja liða að vinna eftir þrjá tapleiki í röð. Norska liðið náði góðum sóknarleik vann með sjö marka mun, 37-30 í heimsókn til Krim í Ljublijana.

Vipers 37-30 Krim (16-15)

  • Vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi var leikurinn spilaður í Ljublijana hvar liðin mættust í fyrstu umferð þegar Vipers vann, 27-26.
  • Krim náði 5-1 forystu í upphafi leiks en Vipers sneri við taflinu og tók frumkvæðið.
  • Hin 23 ára Ragnhild Dahl, sem skoraði 11 mörk, og sú 21 árs gamla Karine Dahlum sem skoraði 7 mörk hafa ekki leikið betur í Meistaradeildinni.
  • 19. mark Krim var 7.000 mark liðsins í Meistaradeildinni. Aðeins Buducnost hafði tekist að rjúfa 7.000 marka múrinn fram að þessu.
  • Vipers hafnar í fimmta sæti A-riðilsins og leikur við Odense í 16-liða úrslitunum. Krim endar hins vegar í því sjöunda og mætir CSKA.

Mörk Vipers: Ragnhild Dahl 11, Karine Dahlum 7, Tonje Refsnes 5, Malin Larsen 2, Vilde Jonassen 2, June Andenæs 2, Hanna Yttereng 2, Jana Knedlikova 2, Linn Jorum Sulland 1, Sunniva Andersen 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 15, Katrine Lunde 2.
Mörk Krim: Matea Pletikosic 11, Oceane Sercien 4, Natasa Ljepoja 4, Samara Da Silva 3, Harma van Kreij 2, Valentina Klemencic 2, Maja Svetik 2, Laura Cerovak 1, Tija Gomilar 1.
Varin skot: Jovana Risovic 13.

Í fyrstu umferð í september vann Podravka lið Buducnost á heimavelli, 29-26. Síðan þá hefur svartfellska liðinu farnast mun betur heldur en því króatíska í riðlakeppninni og í gær vann Buducnost, 33-26, og náði þar með að hefna fyrir tapið í fyrstu umferðinni.

Buducnost 33-26 Podravka (13-11)

  • Buducnost endar í fimmta sæti í B-riðli með 12 stig og spilar gegn FTC í 16-liða úrslitunum.
  • Podravka tapaði sínum tólfta leik af 14 mögulegum og hafnaði í neðsta sæti riðilsins og leikur við Rostov-Don í 16-liða úrslitum.
  • Jovanka Radicevic var markahæst í liði Buducnost með átta mörk.
  • Lamprini Tsakalou og Dejana Milosavljevic skoruðu meira en helming marka Podravka, 14 talsins.

Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 8, Itana Grbic 5, Nikolina Vukcevic 5, Allison Pineau 4, Gordana Marsenic 2, Ivona Pavicevic 2, Ema Ramusovic 2, Nadja Kadovic 2, Anastasija Marsenic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 14, Armelle Attingre 1.
Mörk Podravka: Lamprini Tsakalou 8, Dejana Milosavljevic 6, Ana Turk 4, Azenaide Carlos 3, Nikolina Zadravec 1, Aneja Beganovic 1, Korina Karlovcan 1, Dragica Dzono 1, Dijana Mugosa 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 3, Magdalena Ecimovic 2.

Stórleikur umferðarinnar var án efa leikur Györ og CSKA þar sem barist var um efsta sæti B-riðils. Þrátt fyrir að Györ dugði jafntefli voru leikmenn ákveðnir í að senda skýr skilaboð til hinna liðanna og sýna að þær væru með sterkasta liðið í keppninni. Það tókst og Györ vann með sjö marka mun, 31-24.

Györ 31-24 CSKA (14-13)

  • Györ endar í toppsæti riðilsins með 24 stig og mætir Bietigheim í 16-liða úrslitunum.
  • Nýliðar CSKA hafna í öðru sæti með 23 stig og leikur við Krim í 16-liða úrslitum.
  • Ungverska liðið heldur áfram að bæta við metið sitt og hefur leikið 51 leik í röð án taps.
  • CSKA, sem varð fyrir áfalli þegar að Darya Dmitrieva meiddist, tapaði sínum öðrum leik í Meistaradeildinni. Þar með lauk sex leikja sigurgöngu þeirra.

Mörk Györ: Viktoria Lukacs 7, Stine Bredal Oftedal 6, Anne Mette Hansen 4, Anita Görbicz 4, Kari Battset 3, Veronica Kristiansen 3, Estelle Nze Minko 3, Csenge Fodor 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 7, Silje Solberg 6.
Mörk CSKA: Polina Vedekhina 4, Ekaterina Ilina 4, Polina Gorshkova 3, Antonina Skorobogatchenko 3, Olga Gorshenina 2, Marina Sudakova 2, Natalia Chigirinova 2, Sara Ristovska 2, Yuliia Markova 1, Anastasiia Illarionova 1.
Varin skot: Anna Sedoykina 9, Chana Masson 2, Polina Kaplina 2.

Danska liðið Esbjerg vann sinn fimmta sigur á tímabilinu þegar það vann Bietigheim, 37-29. Esbjerg hafnaði engu að síður í sjötta sæti í riðilsins með 12 stig, fjórum stigum minna en Vipers sem er í fimmta sæti. Bietigheim náði aðeins að vinna einn leik af þeim fjórtán sem liðið spilaði í riðlakeppninni og rak lestina. Bietigheim spilar gegn Györ í 16-liða úrslitum.

Esbjerg 37-29 Bietigheim (18-14)

  • Kim Naidzinavicius miðumaður Bietigheim átti afar góðan leik í dag og skoraði 6 mörk. Í síðustu viku skoraði hún 10 mörk gegn Metz.
  • Danska liðið skoraði úr 78% af skotunum sínum í fyrri hálfleik sem gaf því fjögurra marka forskot í hálfleik.
  • Esbjerg skoraði 37 mörk og hefur ekki skorað fleiri mörk í leik í Meistaradeildinnni.
  • Esbjerg endaði í sjötta sæti í riðlinum og leikur við Brest í 16-liða úrslitunum en Bietigheim mætir Györ.

Mörk Esbjerg: Kristine Breistol 7, Sonja Frey 6, Marit Malm Frafjord 5, Mette Tranborg 5, Elma Halicevic 3, Sanna Solberg 3, Nerea Pena 3, Vilde Ingstad 3, Kaja Nielsen 2.
Varin skot: Rikke Poulsen 8, Rikke Granlund 7.
Mörk Bietigheim: Amelie Berger 6, Kim Naidzinavicius 6, Xenia Smits 5, Danick Snelder 4, Julia Maidhof 4, Antje Lauenroth 2, Leonie Patorra 1, Nele Reimer 1.
Varin skot: Emily Sando 3, Valentyna Salamakha 3.

Leikurinn á milli Dortmund og Odense hafði engin áhrif á lokastöðu þeirra í B-riðlinum en þó vildu bæði lið enda riðlakeppnina á sigri. Þýska liðið var mun ákveðnara í því að ná í þau tvö stig sem voru í boði og vann með átta marka mun, 32-24.

Dortmund 32-24 Odense (17-12)

  • Dortmund endaði í sjöunda sæti í riðlinum með níu stig og mætir Metz í 16-liða úrslitum.
  • Odense endaði í fjórða sæti og leikur gegn Vipers í 16-liða úrslitum.
  • Lois Abbing kom danska liðinu í 1-0 og 2-1 forystu í leiknum en það var í einu skiptin sem danska liðið var með forystu í leiknum.
  • Hollenskir leikmenn áttu góðan dag að þessu sinni. Lois Abbing skoraði átta mörk fyrir Odense og Inger Smists sjö mörk fyrir Dortmund.
  • Isabell Roch markvörður Dortmund varði 16 skot eða 42% skota sem hún fékk á sig.

Mörk Dortmund: Inger Smits 7, Kelly Vollebregt 6, Merel Freriks 4, Jennifer Gutierrez 3, Kelly Dulfer 3, Clara Danielsson 2, Tessa van Zijl 2, Tina Abdulla 2, Laura Van der Heijden 2, Johanna Stockschlader 1.
Varin skot: Isabell Roch 16.
Mörk Odense: Lois Abbingh 8, Mia Bidstrup 5, Anne de la Cour 3, Angelica Wallen 3, Sara Hald 2, Malene Aambakk 1, Katja Johansen 1, Mie Hojlund1.
Varin skot: Tess Wester 11.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -