Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla heldur tryggð við þá leikmenn sem skiluðu Svíum silfurverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Hann valdi í gær 18 leikmenn til þátttöku í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram á að fara 12. til 14. mars. Sautján af leikmönnunum átján í hópnum tóku þátt í HM.
Aðeins hornamaðurinn Niclas Ekberg, leikmaður Kiel, kemur inn í landsliðið að þessu sinni af þeim fjölmenna hópi leikmanna sem gaf ekki kost á sér til þátttöku á HM af ýmsum ástæðum.
Svíar eru í erfiðum riðli í undankepninni sem leikin verður í Þýskalandi. Auk landsliðs Þjóðverja og Svía eiga landslið Slóvena og Alsírbúa sæti í riðlinum. Tvö efstu liðin tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í Japan í sumar.
Sænski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir:
Peter Johannesson, TBV Lemgo
Andreas Palicka, Rhein-Neckar Löwen
Mikael Aggefors, Ålborg Håndbold
Vinstra horn:
Hampus Wanne, SG Flensburg-Handewitt
Lucas Pellas, Montpellier HB
Línumenn:
Max Darj, Bergischer HC
Fredric Pettersson, Montpellier HB
Anton Lindskog, HSG Wetzlar
Hægra horn:
Niclas Ekberg, THW Kiel
Daniel Pettersson, SC Magdeburg
Vinstri skyttur:
Jonathan Carlsbogård, TBV Lemgo
Alfred Jönsson, TSV Hannover-Burgdorf
Miðjumenn:
Felix Claar, Ålborg Håndbold
Jim Gottfridsson, SG Flensburg-Handewitt
Oskar Sunnefeldt, THW Kiel
Hægri skyttur:
Albin Lagergren, Rhein-Neckar Löwen<
Linus Persson, US Ivry
Lukas Sandell, Ålborg Håndbold