- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viggó, Andri Már, Rúnar, Oddur Elliði, Sandra, Kavaliauskaite

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viggó Kristjánsson er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og aðgerð í vor. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá SC DHfK Leizpig í stórsigri á grannliði, EHV Aue, 37:19, í Sachsen Cup-mótinu í fyrradag. Sveinbjörn Pétursson er markvörður EHV Aue
  • Viggó skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson eitt þegar SC DHfK Leipzig lagði Elbflorenz, 24:19, í síðari leik liðsins á Sachsen Cup-mótinu. 
  • Rúnar Sigtryggsson þjálfari SC DHfK Leipzig var þjálfari EHV Aue frá 2012 til 2016 og hljóp í skarðið veturinn 2020 til 2021. 
  • Oddur Gretarsson skoraði níu mörk fyrir Balingen-Weilstetten þegar liðið vann GC Amicitia Zürich, 36:33, í æfingaleik í gær. Daníel Þór Ingason var ekki á meðal þeirra sem skoruðu mörk fyrir Balingen-Weilstetten. 
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Gummersbach tapaði með þriggja marka mun fyrir HC Erlangen, 34:31, í æfingaleik í fyrradag. Hákon Daði Styrmisson var ekki á lista markaskorara Gummersbach. 
  • Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu TuS Metzingen höfnuðu í öðru sæti á æfingamóti sem lauk í Ungverjalandi í gær. Metzingen vann Moyra-Budaörs Handball, 25:23, í síðustu umferð mótsins. Sandra skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti. Japanska landsliðið vann alla þrjá leiki sína á mótinu. 
  • Handknattleikskonan Greta Kavaliauskaite sem lék með ÍBV frá 2015 til 2019 greindist með bráðahvítblæði fyrir nærri ári eins og handbolti.is sagði frá fyrr í sumar. Eftir erfiða meðferð ríkja góðar vonir um að Kavaliauskaite hafi náð heilsu á ný. Þýska liðið, SG 09 Kirchhof sem Kavaliauskaite hefur leikið með eftir að hún kvaddi ÍBV, efnir til söfnunar til baráttunnar gegn krabbameini fyrstu helgina í ágúst samhliða æfingamóti sem fram fer. 
  • Þegar Michael Suter núverandi þjálfari karlalandsliðs Sviss í handknattleik lætur af störfum næsta vor snýr hann sér umsvifalaust að þjálfun karlaliðs TSV St. Otmar St. Gallen. Félagið sagði frá þessu í gær. Ljóst er að þar á bæ vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig. Suter hefur verið landsliðsþjálfari frá 2016. Handknattleiksmaðurinn Andy Schmid tekur við þjálfun landsliðsins af Suter og hættir um leið að leika með landsliðinu. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -