- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö mörk á átta sekúndum

Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Stefán Darri Þórsson tryggði Fram annað stigið með marki úr langskoti á síðustu sekúndu viðureignarinnar við Stjörnuna í Framhúsinu í kvöld í viðureign liðanna í Olísdeild karla, 29:29. Tandi Már Konráðsson hafði nokkrum sekúndum áður skoraði 29. mark Stjörnunnar og komið Garðbæingum yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum. Framarar voru sennilega vonsviknari yfir stiginu þegar allt kom til alls eftir að hafa verið yfir frá upphafsmínútunni.


Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Engu var líkar en Stjörnunmenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ekki stóð steinn yfir steini í leik liðsins og hvorki 6/0 né 5/1 vörnin gekk sem skildi. Til viðbótar var sóknarleikurinn tilviljanakenndur. Flest gekk hinsvegar upp hjá Fram og Vilhelm Poulsen fór mikinn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Vörnin var góð, Lárus Helgi Ólafsson með á nótunum í markinu auk þess sem mörk skiluðu sér úr uppstilltum leik og eftir hraðaupphlaup. Staðan var 12:6 eftir 15 mínútur.


Stjörnumenn náðu betri stjórn á leik sínum eftir því sem á leið hálfleikinn auk þess sem þeir beittu sjö á sex í vörninni. Varnarleikurinn batnaði og það gekk á forskot Fram. Staðan í hálfleik var, 18:14, Fram í vil.


Aðeins voru liðnar rúmar átta mínútur af síðari hálfleik þegar Stjarnan hafði jafnað metin, 21:21. Adam var hinsvegar ekki lengi Pardís. Fram-liðið efldi vörn sína og Stjörnumenn lentu á vegg. Fram var þremur mörkum yfir, 25:22, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Upp úr því tefldi Patrekur Jóhannesson út síðasta trompi sínu sem var 5/1 vörn með Dag Gautason út á móti hægri skyttunni. Þar með dró hann aðeins tennurnar úr sóknarleik Fram sem fann engin ráð.


Fram var marki yfir, 27:26, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í hönd fór æsilegar lokamínútur. Stefán Darri Þórsson skaut framhjá marki Stjörnunnar þegar hálf mínúta var eftir og staðan var jöfn, 28:28. Tandri Már Konráðsson kom Stjörnunni yfir, 29:28, þegar átta sekúndur voru til leiksloka. Framarar voru skjótir fram völlinn þar sem Stefán Darri bætti upp fyrir skotið 20 sekúndum fyrr og jafnaði metin, 29:29.


Sennilega mátti Stjörnumenn betur við stigið una en leikmenn Fram sem voru með yfirhöndina í leiknum nær því frá upphafi.


Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 8, Stefán Darri Þórsson 6, Rogvi Christiansen 4, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Þorvaldur Tryggvason 3, Breki Dagsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 1, Andri Már Rúnarsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 15, 35,7% – Róbert Örn Karlsson 1, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 8, Tandri Már Konráðsson 6, Leó Snær Pétursson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Dagur Gautason 3, Sverrir Eyjólfson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 8, 25% – Sigurður Dan Óskarsson 0.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -