Spánverjar unnu Dani með fimm marka mun, 28:23, í úrslitaleik heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla sem lauk í Varaždin í Króatíu í kvöld. Spænska liðið var mikið sterkara í síðari hálfleik en Danir fóru með eins marks forskot inn í hálfleikshléið eftir 30 mínútur, 14:13.
Spánn varð Evrópumeistari 18 ára landsliða með nánast sama leikmannahóp fyrir ári síðan í Porto í Portúgal. Þeir eru eins og Danir voru taplausir fyrir úrslitaleikinn í dag og voru þar með eina taplausa lið mótsins þegar upp var staðið.
😍 CAMPEONES DEL MUNDO 😍
— Atticgo Balonmano Elche (@cbm_elche) August 13, 2023
🇪🇸 ¡ENHORABUENA #HispanosJuveniles!
☺️ Habéis escrito en #Croatia2023 la HISTORIA del BALONMANO español.
📺 | @RFEBalonmano pic.twitter.com/S3ibIO1YsY
Brons eftir framlengingu
Króatar unnu Afríkumeistara Egyptalands, 39:37, eftir framlengingu í leiknum um bronsverðlaunin. Þar á eftir komu Þjóðverjar, Portúgalar, Norðmenn og Færeyingar en annars er röð liðanna á mótinu að finna hér.
Daninn Frederik Emil Pedersen var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins.
Færeyingurinn Óli Mittún varð markahæstur með 87 mörk í átta leikjum. Af Íslendingum varð Reynir Þór Stefánsson markahæstur með 35 mörk í 30. sæti.
Þjóðverjinn Marvin Siemer og Daninn Fredrik Emil Pedersen voru næstir á eftir Óla með 56 mörk hvor.
Úrvalslið mótsins er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Alvaro Perez Mendez (Spáni).
Hægra horn: Xavier González Unciti (Spáni).
Hægri skytta: Lasse Sunesen Vilhelmsen (Danmörku).
Miðjumaður: Óli Mittún (Færeyjum).
Vinstri skytta: Aleksandar Čaprić (Króatíu).
Vinsta horn: Belal Masoud (Egyptalandi).
Línumaður: Victor Romero Holguin (Spáni).
Mikilvægasti leikmaðurinn: Frederik Emil Pedersen (Danmörku).
HMU19: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins