Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir sigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu, 30:27, í dag. Þetta var önnur viðureign liðanna í keppninni á einum sólarhring. GOG vann leikinn í gær, 32:31.
GOG hefur þar með 12 stig að loknum níu leikjum og situr í öðru sæti í D-riðli keppninnar en fjögur efstu lið riðilsins komast í sextán liða úrslit. Rhein-Neckar Löwen er í efsta sæti riðilsins en einnig er Eurofarm Pelister öruggt áfram úr þessum riðli ásamt Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar.
Lið Timo átti veika von um sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn í dag en tapið slökkti síðustu vonina.
Viktor Gísli stóð á milli stanganna í marki GOG allan leikinn í dag og varði 15 skot, sem leggur sig út á 35,7% markvörslu.
Simon Pytlick var markahæstur hjá GOG með 7 mörk. Morten Olsen var næstur með sex mörk.
Staðan í D-riðli:
Rhein-Neckar Löwen 15(8), GOG 12(9), Kadetten 10(8), Eurofarm Pelister 9(8), Trimo Trebnje 4(8), Tatabánya 0(9). Hvert lið leikur 10 leiki.