- Auglýsing -
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sex mörk fyrir Skara HF í gærkvöld í naumu tapi liðsins fyrir IF Hallby í annarri umferð sjöunda riðils sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær, 29:28. Leikurinn fór fram í Skara. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk. Katrín Tinna Jensdóttir skoraði ekki en lét til sín taka í vörninni.
- Skara sækir Hammarby heim í síðustu umferð á laugardaginn og þarf á sigri að halda í Stokkhólmi til þess að fara áfram úr riðlinum ásamt IF Hallby og í 16-liða úrslit. Hammarby og Skara hafa unnið hvort sinn leikinn gegn Torslanda en tapað fyrir Hallby.
- Ólöf María Stefánsdóttir hefur fengið félagaskipti til Gróttu frá ÍBV, eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ.
- Einn leikur fer fram á UMSK-móti kvenna í handknattleik í kvöld. Afturelding og HK mætast í Kórnum. Flautað verður til leiks klukkan 17.30.
- Patrice Canayer þjálfari franska liðsins Montpellier lætur af störfum þegar samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Canayer hefur þá þjálfað karlaliði Montpellier í 30 ár samfleytt. M.a. hefur Montpellier tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu undir stjórn Canayer. Ekkert annað franskt lið hefur unnið Meistaradeildina. Canayer er 62 ára gamall.
- Tamara Jovicevic sem lék með Fram hluta síðasta tímabils hefur fengið félagaskipti til Ungverjalands frá Fram. Jovicevic lék ekkert með Fram eftir síðustu áramót.
- Auglýsing -