- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurður, Böðvar og Þorsteinn stóðu upp úr á UMSK-mótinu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrír leikmenn eiga von á viðurkenningum á næstu dögum fyrir frammistöðu sína á UMSK-mótinu í handknattleik karla sem lauk í gær með naumum sigri Gróttu á HK í lokaumferðinni. Á síðasta laugardaginn vann Afturelding lið Stjörnunnar í úrslitaleik mótsins.


Leikmennirnir þrír sem þóttu skara fram úr á UMSK-mótinu eru:

Besti markmaður: Sigurður Dan Óskarsson, Stjörnunni.
Besti sóknarmaður: Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Besti varnarmaður: Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu.

Í tilkynningu kemur fram að verðlaunum verði komið á þjálfara við fyrsta tækifæri. Einnig verður sigurlaunum Aftureldingar komið í hendur þjálfara Aftureldingar, Gunnars Magnússonar, svo fljótt sem auðið verður.

Einum leik er ólokið í UMSK-móti kvenna, viðureign HK og Gróttu. Til stendur að leikurinn fari fram á þriðjudaginn í Kórnum.

Lokastaðan í UMSK-móti karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -