- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afurelding hrósaði sigri á UMSK-mótinu

Árni Bragi Eyjólfsson og Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson, leikmenn Aftureldingar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Afturelding hrósaði í dag sigri á UMSK-mótinu í handknattleik karla, einu af æfingamótum sem fram fara þessa dagana til undirbúnings fyrir átökin sem framundan eru í haust, vetur og vor. Afturelding vann allar þrjá viðureignir sína í mótinu, þá síðustu í dag, þegar liðið sótti Stjörnuna heim í Garðabæ, 33:29.


Stjarnan hafnaði í öðru sæti í mótinu með tvo sigra og eitt tap. Uppgjör Gróttu og HK um þriðja sætið fer fram í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á miðvikudagskvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Mosfellingar tveimur mörkum yfir þegar 30 mínútur voru liðnar af leiktímanum í Mýrinni í dag, 17:15. Aftureldingarliðið náði betri stjórn á varnarleik sínum þegar kom fram í síðari hálfleik en talsverðar brotalamir voru á honum lengi fram eftir fyrri hálfleik.

Margar breytingar

Aftureldingarliðið var með yfirhöndina, tvö til fjögur mörk allan síðari hálfleikinn gegn mikið breyttu liði Stjörnunnar sem séð hefur á bak öflugum leikmönnum frá í vor. Má þar nefna Björgvin Þór Hólmgeirsson, Gunnar Stein Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Jóhann Karl Reynisson, Brynjar Hólm Grétarsson og Arnór Frey Stefánsson svo einhverjir séu nefndir.

Engin tölfræði

Því miður þá hugkvæmdist tíðindamanni handbolta.is á leiknum ekki að klóra niður á blað hverjir skoruðu mörk liðanna. HBStatz er heldur ekki fáanlegt. Tölfræðin verður þar með að liggja á milli hluta að þessu sinni.

Engin var bikarafhendingin heldur.

Tengdar fréttir:

Olísdeild karla.

Leikjadagskrá Olísdeildanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -