Magnús Óli Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Val í leikjunum gegn Granitas Karys í Litháen og hefur hann skorað 128 mörk fyrir Val í Evrópuleikjum og nálgast met Valdimars Grímssonar, sem skoraði 149 Evrópumörk fyrir Val. Magnús Óli skoraði 5 Evrópumörk fyrir FH áður og hefur því skorað 133 Evrópumörk.
* Magnús Óli skaust upp fyrir Geir Hallsteinsson á Evrópulistanum, en Geir varð fyrstur Íslendinga til að skora yfir 100 Evrópumörk. Hann skoraði 130 mörk. Magnús Óli skaust einnig upp fyrir Jón Karl Björnsson, Haukum, sem skoraði 131 mark.
* Magnús Óli er kominn í áttunda sæti á listanum yfir Evrópumarkaskorara. Sá sem er í sjöunda sætinu er Kári Kristján Kristjánsson, sem er enn að með ÍBV, með 140 mörk. Kóngurinn á listanum er Halldór Ingólfsson, Haukum, með 260 Evrópumörk, en í öðru sæti er Valdimar Grímsson, sem skoraði 201 mark í Evrópuleikjum með Val, Stjörnunni og HK.
* Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, skoraði fjögur mörk í Litháen. Hann hefur skorað 68 Evrópumörk fyrir Val og skaust upp fyrir bróðir sinn, Arnar Snæ Óskarsson, sem hefur skorað 67 mörk fyrir Val.
* FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson skoraði 8 mörk í tveimur Evrópuleikjum gegn Diomidis Argous í Grikklandi. Hann hefur skorað 73 Evrópumörk fyrir FH og á nokkuð í land til að skora meira en Guðjón Árnason, sem skoraði 155 Evrópumörk fyrir Hafnarfjarðarliðið og næstir á blaði eru Hans Guðmundsson, 143 mörk og Geir, 130 mörk.