- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur hjá Degi – Erlingur á leið í úrslitaleik

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar er komið í átta liða úrslit í handknattleikskeppni karla á Asíumótinu sem stendur yfir í Hangzhou í austurhluta Kína. Snemma í morgun að íslenskum tíma vann japanska landsliðið það íranska mjög örugglega, 33:21, í annarri umferð D-riðils mótsins.


Í gærmorgun lagði japanska landsliðið liðsmenn landsliðs Sádi Arabíu og hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki. Á miðvikudaginn mæta Japanir landsliði Mongóla sem rekur lestina án stig í riðinum.

30 marka munur

Rétt áður en japanska landsliðið mætti Írönum í morgun hrósaði Erlingur Richardsson sigri með landsliðið Sádi Araba í viðureign við landslið Mongólíu, 45:15. Sádar voru 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:9. Þetta var fyrsti sigur Erlings með landsliði Sádi Arabíu.

Sæti í 8-liða úrslitum

Á miðvikudaginn mætast Sádi Arabar og Íranar í úrslitaleik um hvort landsliðið fylgir Japönum eftir í milliriðlakeppni Asíuleikanna. Hvort lið hefur tvö stig og ljóst að ekkert verður gefið eftir enda er grunnt á því góða á milli þjóðanna.

Enginn leikur hjá Aroni

Landslið Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, átti ekki leik í morgun. Bareinar eru í þriggja liða riðli og fá þar með tveggja daga frí frá leikjum. Þeir unnu Kasaka í gær og mæta Úsbekum á miðvikudaginn. Úsbekar töpuðu í morgun fyrir Kasökum, 31:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -