- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Róbert á toppinn á nýjan leik

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Róbert Sigurðarson og samherjar í Drammen endurheimtu í dag efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir lögðu Bækkelaget, 35:30, á heimavelli. Kolstad hafði komst upp að hlið Drammen í gær með sigri á Elverum. Leikmenn Drammen voru ekki tilbúnir að deila efsta sætinu lengi og nýttu fyrsta tækifæri til þess að sitja einir á toppnum með 11 stig að loknum sex leikjum.


Róbert skoraði ekki mark í sigurleiknum í dag en var þeim mun ákveðnari við varnarleikinn.

Hituðu upp fyrir leik við Aftureldingu

Nærbø, sem tekur á móti Aftureldingu í Evrópubikarkeppninni í handknattleik um næstu helgi vann öruggan sigur á heimavelli á Fjellhammer, 33:24. Ásgeir Snær Vignisson skoraði ekki mark fyrir Fjellhammer en var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur í hvort sinn.

Fimm íslensk mörk

Ekki gekk sem besta hjá Íslendingunum í ØIF Arendal í heimsókn til Viking TIF. Heimamenn unnu með þriggja marka mun, 36:33, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, Dagur Gautason skoraði þrjú mörk fyrir ØIF Arendal og Hafþór Már Vignisson tvö. Sveiflur eru í leik ØIF Arendal. Um síðustu helgi vann liðið Elverum sem er talið mun sterkara en Víkingarnir.

Nicholas Satchwell fyrrverandi markvörður KA kom ekkert við sögu í leiknum en hann er samningsbundinn Viking TIF.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -