Afturelding mætir norska liðinu Nærbø í Sparebanken Vest Arena í Nærbø, liðlega sjö þúsund manna bæ í Rogalandi, ekki svo fjarri Stavangri klukkan 14.30 í dag.
Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari fer fram að Varmá eftir viku.
Nærbø vann Evrópubikarkeppnina leiktíðina 2021/2022 og lék til úrslita í keppninni aftur í vor en tapað fyrir Vojvodina frá Novi Sad í Serbíu samanlagt í tveimur úrslitaleikjum.
Um þessar mundir situr Nærbø í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinar með átta stig eftir sjö leiki. Fyrir ofan eru Drammen, Kolstad og Elverum.
Dómarar leiksins í dag verða Zoran og Davor Loncar frá Króatíu. Eftirlitsmaður er Svíinn Henrik Mäkinen.
Nærbø og Afturelding sátu yfir í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í síðasta mánuði.
Af 21 leikmanni Nærbø eru 19 Norðmenn, einn Dani og einn Svíi.
Nærbø er nýlega komið í fremstu röð í Noregi eftir að hafa leikið um langt árabil í neðri deildum Noregs. Liðið er byggt upp á heimamönnum. Lesa má lítillega um sögu liðsins í meðfylgjandi grein.
Útsending frá leiknum:
Eftir því sem næst verður komist verður leiknum streymt á https://handballtv.com/video/?match_id=7856065&v=upcoming