Nöfn sextán liða verða í skálunum þegar dregið verður í aðra umferð Poweradebikarsins í handknattleik karla í hádeginu á morgun í Minigarðinum Skútuvogi. Tólf lið sátu yfir í fyrstu umferð sem leikin var í gær með fjórum leikjum.
Fjögur lið komst áfram í gær úr fjórum viðureignum, Fjölnir, Fram, HK, KA.
Afturelding, sem varð bikarmeistari á síðustu leiktíð, FH, Haukar, ÍBV, ÍBV B, ÍH, ÍR, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víðir og Þór, bætast í hópinn á morgun. Þessi lið sátu yfir í fyrstu umferð.
Leikir annarrar umferðar, 16-liða úrslit, fara fram föstudaginn 17. nóvember.
Bíða fram í febrúar
Fyrstu umferð Poweradebikarkeppni kvenna lauk í síðustu viku. Átta liða úrslit, önnur umferð fer ekki fram fyrr en í febrúar vegna þátttöku kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok nóvember. Vegna þátttökunnar verður gert hlé á keppni í Olís- og Grill 66-deild kvenna upp úr miðjum nóvember.