Yngri landsliðin í handknattleik í karlaflokki koma saman til æfinga um komandi helgi. Um er að ræða U19, U17 og U15 ára liðin. Ekkert verður af æfingum U21 árs landsliðsins vegna þess að eftir að heimsmeistaramótið í þessum aldursflokki, sem fram átti að fara í sumar, var slegið af stendur ekkert verkefni fyrir dyrum hjá liðinu.
Eins og kom fram í gær þá tekur U19 ára landslið karla þátt í Evrópumóti sem fram fer í ágúst en mótið var sett á dagskrá aftur í framhaldi af því HM var fellt niður.
Æfingar ungmennalandsliðanna um helgina fara fram á eftirfarandi tímum:
U-19 ára landslið karla
Þjálfarar:
Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson.
Æfingatímar:
Fös. 12. mars – kl. 17:00-18.30 – Kórinn.
Lau. 13. mars – kl. 9:30-11:00 – TM höllin.
Lau. 13. mars – kl. 14:00-15:30 – TM höllin.
Sun. 14. mars – kl. 12:00-13:30 – TM höllin.
U-17 ára landslið karla
Þjálfarar:
Andri Sigfússon og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Æfingatímar, f. 2004:
Fös. 12. mars – kl. 17:15-18.45 – TM höllin.
Lau. 13. mars – kl. 16:00-17:30 – Egilshöll.
Sun. 14. mars – kl. 9:00-11:30 – Víkin (tveir hópar).
Sun. 14. mars – kl. 15:00-16:15 – Kórinn.
Æfingatímar f. 2005:
Fös. 12. mars – kl. 20:00-21.30 – Kórinn.
Lau. 13. mars – kl. 17:30-19:00 – Egilshöll.
Sun. 14. mars – kl. 11:30-14:00 – Víkin (tveir hópar).
Sun. 14. mars – kl. 16:15-17:30 – Kórinn.
U-15 ára landslið karla
Þjálfarar:
Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson.
Æfingatímar:
Fös. 12. mars – kl. 19:00-20:30 – Varmá.
Lau. 13. mars – kl. 10:30-12:00 – Varmá.
Lau. 13. mars – kl. 14:30-16:00 – Varmá.
Sun. 14. mars – kl. 12:00-13:30 – Varmá.
Hópana má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.