Annan mánuðinn í röð var Akureyringurinn Dagur Gautason valinn í úrvalslið norsku úrvalsdeildarinnar en val á liði októbermánaðar var kunngjört á föstudaginn.
Dagur gekk til liðs við ØIF Arendal frá KA í sumar og hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu og vakið mikla athygli fyrir hraða sinna og baráttugleði. Dagur hefur m.a. skoraði 45 mörk fyrir liðið, þar af 22 í október. Skotnýtingin var 75,9%, aðeins lakari en í september þegar hún var 85 af hundraði.
Dagur er ekki aðeins sá fyrsti sem valinn er í úrvalslið mánaðarins tvisvar í röð heldur er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í mánaðarliðið á þessari leiktíð.
Það er topphandball.no sem stendur fyrir valinu en það er heimasíða norsku úrvalsdeildanna. Liðið er til framlagsstiga sem leikmenn fá eftir hvern leik í deildinni.
ØIF Arendal situr í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir níu leiki. Kolstad og Drammen eru jöfn að stigum í efsta sæti með 15 hvort.