Spænska 1.deildin í handknattleik karla hófst loksins í gærkvöldi, nærri vikur síðar en gert var ráð fyrir, en ný uppspretta kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn víða þar í landi. Upphaflega stóð til að flauta til leiks á fimmtudaginn í liðinni viku með heilli umferð í deildinni og annarri um helgina. Af því varð ekki. Í gærkvöld létu menn slag standa með tveimur leikjum.
Ráðgert er að umferðinni í ljúki í kvöld en þá mæta Spánarmeistarar Barcelona með Aron Pálmarsson innanborðs liði Anaitasuna á útivelli.
Í leikjunum tveimur í gær vann Ademar liðsmenn benidorm, 26:22, og Bidasoa Irun lagði Morazzo Cangas með 13 marka mun, 35:22.
- Auglýsing -