Fram lagði Val, 26:24, í uppgjöri ungmennaliða félaganna og tveggja efstu liða Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Framhúsinu í kvöld. Fram hefur þar með hlotið 22 stig eftir 13 leiki og er fjórum stigum á undan Val sem er í öðru sæti en á leik til góða. Afturelding er síðan í þriðja sæti og stendur best að vígi af þeim liðum deildarinnar sem eiga möguleika á að flytjast upp í Olísdeild á næstu leiktíð.
Framliðið var með frumkvæðið lengst af í kvöld í þeim hörkuleik sem leikinn var í Framhúsinu og verðskuldaði sigurinn.
Mörk Fram U.: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 6, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Margrét Castillo 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Jónína Hlín Hansdóttir 2, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1.
Mörk Vals U.: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Mariam Eradze 6, Auður Ester Gestsdóttir 5, Sunna Friðriksdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 1, Vala Magnúsdóttir 1.