Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands.
HANDBOLTAPASSINN – ÍSLENSKI HANDBOLTINN
Allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað.
Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.
Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki sem bætast við á næstunni.
Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.
AÐGANGUR
Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum.
Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.
Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.
ÚTSENDING
Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.