- Auglýsing -
Selfoss lagði Hauka, 30:28, í Olísdeild karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í gærkvöld. Þetta var annnar sigur Selfyssinga í Olísdeildinni á leiktíðinni og um leið fjórði tapleikur Hauka í röð.
Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Heimamenn sneru við taflinu og unnu eftir mikla spennu á síðustu mínútunum.
Selfyssingar hafa tekið saman þriggja mínútna myndskeið með því helsta úr leiknum í gærkvöld. Það getur að líta hér fyrir neðan.
Tengst efni:
10. umferð – samantekt – úrslit, markaskor, staðan
Aukin spenna hlaupin í botnbaráttuna – HK og Selfoss unnu sína leiki
- Auglýsing -