- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjartsýnir Eyjamenn stefna á jólasmell, aðventugleði og 16-liða úrslit

Íslandsmeistarar ÍBV telja sig hafa tromp á hendi þrátt fyrir tap í fyrri Evrópuleiknum ytra í kvöld. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

„Við erum alls ekki ósáttir við vera tveimur mörkum undir eftir fyrri leikinn og eiga þann síðari eftir á heimavelli með okkar fólki um næstu helgi, í upphafi aðventu. Við ætlum okkur að slá upp alvöru handboltaveislu með okkar fólki,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV þegar handbolti.is náði af honum tali í kvöld þegar nýlega var lokið fyrri viðureigninni við austurríska liðið Förthof UHK Krems í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla.


Leikurinn fór fram í Krems an der Donau i Austurríki og lauk með sigri Förthof UHK Krems, 30:28. ÍBV var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:10.

„Við göngum sáttir frá þessum leik þótt ekki hafi allir verið á sínum degi. Krems er með ágætt lið og nokkra mjög fína spilara. Við erum engu að síður vissir um að geta snúið við taflinu heima. Við leikum ekki oft heimaleiki í Evrópukeppninni og erum þess vegna spenntir fyrir leiknum og erum vissir um að okkar stuðningsmenn eru það líka,“ sagði Magnús.

Við um jólin

Leikmenn ÍBV láta ekki nægja að leika innan vallar heldur spila þeir utan vallar og syngja. Meðan handbolti.is var að ræða við Magnús mátti heyra nýútgefið jólalag handknattleiksmanna úr ÍBV, Við um jólin, í bakgrunni og tóku leikmenn hressilega undir. Lagið er komið út á Spotify og reikna menn með að það slái öll met á aðventunni enda um sannkallaðan eyrnaorm að ræða sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan. Það mun vafalaust hljóma á síðari viðureign ÍBV og Förthof UHK Krems á næsta laugardag.


Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Gauti Gunnarsson 5, Breki Þór Óðinsson 4, Daniel Vieira 4, Elmar Erlingsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Arnór Viðarsso 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Sveinn José Rivera 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 5, 22% – Petar Jokanovic 5, 29,4%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -