Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í fyrsta leiknum á HM í handknattleik. Eftir kaflaskipta frammistöðu þá tapaði íslenska liðið leiknum, 30:24. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi handbolta.is eftirfarandi pistil.
Þarf að vinna áfram með vörnina
Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel alltof margir tapaðir boltar á fyrstu mínútunum og varnarleikurinn mjög slakur. Fáum 11 mörk á okkur fyrstu 12 mínútunum sem er alltof mikið, erfitt fyrir Hafdísi í markinu að fá í rauninni enga hjálp frá vörninni, enda var fyrsta varða skotið ekki fyrr en á 13. mínútu. Síðan kemur góður taktur varnarlega og við
lokum vörninni í 10 mín sem var alveg geggjað og förum þá úr stöðunni 11-4 í 11-7. Það þarf að skoða vörninni þarna og vinna áfram með hvernig við spiluðum hana á þessum tíma.
Fleiri ódýr mörk
Í byrjun sóttum við alltof mikið inn á miðjuna sóknarlega sem er erfitt fyrir okkur, mér fannst við líka geta fengið fleiri ódýr mörk því Perla var mjög oft frí í fyrsta tempói. Mér fannst Díana Dögg og Elín Rósa koma vel inn í leikinn einnig Katrín Tinna en sérstaklega Berglind varnarlega.
Hægt að byggja ofan á
Seinni hálfleikurinn var bara nokkuð góður, við fengum fullt af
möguleikum til að gera betur en þetta datt bara ekki með okkur. Það er vel hægt að byggja á þessum leik og margir leikmenn sem komu með nokkra góða spretti, ég var mjög ánægð með innkomu Elínar Rósu sóknarlega en sama skapi var Andrea slök þar og ég hefði spilað meira á Elínu Rósu í
seinni hálfleik mér fannst hún koma inn með kaldan haus og þora.
Betri nýting
Það sem þarf að laga eru tapaðir bolta sem eru alltof margir eða ca 17, færa nýtingin sóknarlega þarf að vera aðeins betri og ef svo hefði verið þá hefði þetta ekki tapast svona stórt eða 6 mörk. Varnarlega þá þarf aðeins að laga stöðuna á línumanni andstæðinganna sem gerði okkur lífið leitt og skoruðu mikið.
Mikill hraði
Hraðinn var mikill í þessum leik, kannski hefði þurft að róa stundum eða kannski skipta aðeins meira t.d. á hornamönnunum þannig að þær fái smá pásu áður en þær verða þreyttar. Skiptingin á Theu og Díönu Dögg kom t.d
vel út og mér fannst þær vera flottar, Sandra alltaf flott og Elín Jóna kom vel inn í markið. En annars fannst mér flestir leikmenn skila bara sínu hlutverki nokkuð vel sem hægt er að byggja á.
Áfram Ísland.