- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Chile eða Kongó verður andstæðingur Íslands

Kvennlandsliðið var með HM á síðasta ári. Það var fyrsta stórmót kvennalandsliðsins í 11 ár. Í vor tryggði kvennalandsliðið sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti í 12 ár. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þegar landslið Íslands og Kína mætast í uppgjöri um efsta sæti í riðli eitt í keppninni um forsetabikarinn síðdegis á morgun mun liggja fyrir hvort það mætir landsliði Chile eða Kongó í úrslitaleik um forsetabikarinn á miðvikudaginn.

Chile og Kongó eru efst og jöfn í milliriðli tvö, með fjögur stig hvort. Chile nægir jafntefli til að vinna riðilinn þar sem markatala liðsins er ívið hagstæðarari en Kongóbúa. Landslið Íran og Kasakstan eru úr leik í kapphlaupinu um tvö efstu sæti í riðlinum með Chile og Kongó.

Ljóst er að hvernig sem viðureign Íslands og Kína fer á morgun þá mun Ísland alltaf mæta annað hvort Chile eða Kongó á miðvikudaginn hvort leikið verður um 25. sætið (forsetabikarinn) eða 27. sætið.


Sömu sögu er að segja um íslenska liðið. Það vinnur riðilinn og leikur um forsetabikarinn ef skiptur hlutur verður niðurstaðan í leiknum við kínverska landsliðið.

Kínverjar unnu Grænlendinga í gær með átta marka mun, 32:24. Kínverska liðið lagði Paragvæ með þriggja marka mun og hefur þar með 11 mörk í plús þegar litið er til markatölunnar.

Ísland er á hinn bóginn með 29 mörk í plús, 23 marka sigur á Grænlandi og sex marka sigur á Paragvæ í gær, 25:19, í fyrsta landsleik þjóðanna í handknattleik kvenna.

Viðureign Íslands og Kína hefst klukkan 17 á morgun í Nord Arena í Frederikshavn á norður Jótlandi. Þeir sem ekki eiga þess kost að fylgjast með sjónvarpsútsendingu RÚV eiga þess vonandi kost að fylgjast með textalýsingu handbolta.is úr Nord Arena. Handbolti.is fylgir íslenska landsliðinu á HM frá upphafi til enda HM í gegnum súrt sem sætt.

Úrslit og stöðuna í keppninni um forsetabikarinn er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -