- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Köstuðum frá okkur sigrinum

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þessi leikur verður ekki sýndur sem kennsluefni í varnarleik. Við, ekkert frekar en Framarar, náðum aldrei nokkrum takti í varnarleikinn þrátt fyrir að við værum með mörg varin skot. Það náðist aldrei tenging í okkar varnarleik sem er mikið áhyggjuefni,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA þegar handbolti.is náði tali af honum eftir fjögurra marka tap KA fyrir Fram, 42:38, í Olísdeild karla í Úlfarsárdal í kvöld.


„Við köstuðum sigrinum frá okkur á síðustu átta mínútunum eftir að hafa verið komnir tveimur mörkum yfir. Við getum engum öðru kennt en okkur að hafa tapað eftir að hafa gert okkur seka um nokkur mistök,“ sagði Halldór Stefán og var skiljanlega vonsvikinn.

Vinna við varnarleik framundan

Halldór Stefán sagði ennfremur að ljóst væri að hann og leikmenn hans verði að leggja mikla vinnu í varnarleikinn á komandi vikum meðan hlé stendur yfir í Olísdeild karla en KA á næsta leik við HK á heimavelli 1. febrúar.

Tveimur til fjórum stigum á eftir

KA situr í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig að loknum 13 leikjum. Halldór Stefán sagðist alls ekki sáttur við þá stöðu. „Mér finnst ég eiga að hafa fengið meira út úr mannskapnum en staðan segir til um. Við erum tveimur til fjórum stigum á eftir áætlun. Okkar markmið er að geta boðið upp á meiri stöðugleika og góða frammistöðu, jafnt í vörn sem sókn.

Vonandi getum við náð út fleiri stigum í síðari hlutanum. Við verðum að ná meira út úr þeim mannskap sem við erum með. Það er mitt hlutverk sem þjálfara,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA í samtali við handbolta.is í Úlfarsárdal í kvöld.

Tengt efni:

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Sóknarleikur okkar var stórkostlegur

Mörk Fram: Ívar Logi Styrmirsson 9/3, Rúnar Kárason 7/1, Reynir Þór Stefánsson 7, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Eiður Rafn Valsson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Jóhann Karl Reynisson 4, Stefán Orri Arnalds 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 5, 19,2% – Arnór Máni Daðason 3, 15%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 14/6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Ott Varik 5, Jóhann Geir Sævarsson 3, Patrekur Stefánsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Ólafur Gústafsson 1, Hugi Elmarsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 12/1, 30% – Nicolai Horntvedt Kristensen 5, 26,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -