- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikur okkar var stórkostlegur

Einar Jónsson þjálfari Fram. Ljósmynd /Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Sigur var það eina sem komst að hjá okkur fyrir þennan leik. Ljúka árinu með sigri var meginmarkmiðið,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir sigur, 42:38, á KA í 13. og síðustu umferð ársins í Olísdeild karla í handknattleik á heimavelli í kvöld.

Hefðum getað skorað 50 mörk

„Sóknarleikur okkar var stórkostlegur. Við skoruðum 42 mörk þrátt fyrir að brenna af þremur hraðaupphlaupum og nokkrum hröðum upphlaupum. Við hefðum getað skorað 50 mörk,“ sagði Einar sem vildi e.t.v. ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að varnarleikur Framara var ekki góður.

„Mér fannst sóknarleikur KA líka vera fínn. Skarphéðinn var frábær, línumennirnir góðir og heilt yfir hefur KA-liðið mörg vopn. Þeir eiga skilið hrós fyrir sinn sóknarleik. Sannarlega er það aðeins of mikið að fá á sig 38 mörk. Það segir sig kannski sjálft,“ sagði Einar ennfremur í samtali við handbolta.is.

Byrjuðu laskaðir

Spurður hvort hann væri sáttur við stöðu Framliðsins nú þegar hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni í sex vikur. Fram er í 5. sæti með 17 stig þá sagðist Einar vera sáttur við stöðuna. Framliðið hafi verið laskað í upphafi tímabilsins.

„Við vissum að upphafsleikirnir í haust yrðu erfiðir eftir lítið undirbúningstímabil. Þegar ég lít til baka á leikina 13 sem eru búnir þá er það mín skoðum að við hefðum getað fengið meira út úr leikjunum við Aftureldingu og Val og verið kannski með tveimur stigum meira en raun ber vitni um.

Fleiri stig en í fyrra

Ég held að árangur okkar sé einn sá besti sem Fram hefur náð á fyrri hluta tímabils um árabil. Við erum með þremur stigum meira en á sama tíma og í fyrra. Við værum alveg til í að halda áfram þar sem við erum á góðu róli,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is í Úlfarsárdal í kvöld.

Tengt efni:

Boðið var upp á markasúpu í Úlfarsárdal

Staðan í Olísdeild karla.

Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 9/3, Rúnar Kárason 7/1, Reynir Þór Stefánsson 7, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Eiður Rafn Valsson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Jóhann Karl Reynisson 4, Stefán Orri Arnalds 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 5, 19,2% – Arnór Máni Daðason 3, 15%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 14/6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Ott Varik 5, Jóhann Geir Sævarsson 3, Patrekur Stefánsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Ólafur Gústafsson 1, Hugi Elmarsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 12/1, 30% – Nicolai Horntvedt Kristensen 5, 26,3%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -