Evrópumeistarar SC Magdeburg fóru með himinskautum í Barclays Arena í Hamborg í kvöld þegar þeir kjödrógu leikmenn HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur, 43:28. Fyrri hálfleikur var stórkostlegur hjá Magdeburg. Staðan að honum loknum var 27:9.
Ómar Ingi Magnússon fór fyrir liði Magdeburg í kvöld. Hann þótti undirstrika fyrri styrk og skoraði 11 mörk, þar af 10 á fyrstu 40 mínútum leiksins.
Ómar Ingi skoraði fjögur mörk úr vítaköstum og átti eina stoðsendingu. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Janus Daði Smárason, sem átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á síðustu vikum, skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu.
Magdeburg are eating Hamburg alive!
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 19, 2023
We can say Omar Ingi Magnussen is back!
10 goals in 40 minutes for the Icelandic right back!
Sigurinn færði Magdeburg í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik. Liðið er jafnt Füchse Berlin að stigum. Hvort lið hefur 30 stig að loknum 17 umferðum, fjórum stigum á undan Flensburg sem lagði Lemgo fyrr í kvöld.
Staðan í þýsku 1. deildinni: