FH vann gullverðlaun í flokki drengja fæddir 2010 á Norden Cup handknattleiksmótinu í Gautaborg í morgun. Mótið er óopinbert Norðurlandamót félagsliða.
FH-ingar unnu danska liðið Brabrand IF, 20:17, í úrslitaleiknum eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 14:8.
Drengirnir eru: Aron Gunnar Matus, Brynjar Narfi Arndal, Hrafn Sævarsson, Ingvar Orri Þormar, Jón Diego Castillo, Logi Kalman Kolbrúnarson Ingason, Nökkvi Freyr Arnarsson, Óli Hrannar Arnarsson, Pétur Alex Pétursson, Sveinn Aron Einarsson Backman, Róbert Hugi Sævarsson, Úlfur Logi Arnarsson, Victor Flóki Marcusson, Viðar Breki Davíðsson, Þorsteinn Bragi Einarsson, Þorsteinn Darri Sigurjónsson.
Þjálfarar og liðsstjórar: Árni Stefánsson, Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Sigursteinn Arndal.
Á heimasíðu Norden Cup er Pétri Alex Péturssyni markverði FH-liðsins hælt fyrir góðan leik. Brynjar Narfi Arndal skoraði 11 mörk fyrir FH og var markahæstur.
Talsverð spenna ríkti á lokmínútum leiksins eftir því sem fram kemur á heimasíðu mótsins.
Einnig eru upplýsingar og myndir að finna á Facebooksíðunni Íslensk lið á Norden cup.
Sjö íslensk lið taka þátt í mótinu sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudaginn og lýkur í dag.
Valur, 2009, leikur til úslita eftir hádegið og auk þess sem ÍR og Haukar leika um þriðja sæti í 2007 og 2008 flokki.