- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingar Íslands töpuðu – Japanir mættu Evrópumeisturunum

Jim Gottfridsson sækir japönsku vörninni í leiknum i Jönköping í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Serbar, Svartfellingar og Ungverjar, allt andstæðingar íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi töpuðu viðureignum sínum í kvöld þegar lið þjóðanna léku vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir Evrópumótið.

Svartfellingar töpuðu fyrir Slóvenum í annarri umferð Poreč í Króatíu, 37:32. Þetta var annað tap Svartfellinga á mótinu en þeir biðu lægri hlut fyrir Króötum í gærkvöld.


Serbar töpuðu þræðinum í síðari hálfleik í viðureign við Pólverja á fjögurra þjóða móti í Granollers á Spáni. Lokatölur 38:33 eftir serbneska liðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14. Serbar lögu Slóvaka á sannfærandi hátt í gær og í kvöld unnu Spánverjar liðsmenn slóvakíska landsliðsins örugglega, 36:18. Spánn og Serbía mætast á morgun.

Ungverjar máttu sætta sig við eins marks tap á heimavelli fyrir Tékkum, 26:25, í hörkuleik.

Dagur er í Svíþjóð

Dagur Sigurðsson og liðsmenn japanska landsliðsins sóttu Evrópumeistara Svía heim til Jönköping í dag og töpuðu með 12 marka mun, 42:30.

Japanska landsliðið býr sig undir Asíumótið sem hefst eftir viku. Japanir stóðu í Svíum fyrstu 25 mínúturnar. Eftir það skildu leiðir og m.a. var sjö marka munur í hálfleik, 20:13. Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins.

Úrslit í vináttuleikjum í dag og í kvöld:

Svíþjóð – Japan 42:30 (20:13).
– Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska landsliðsins.

Slóvenía – Svartfjallaland 37:32 (19:15).

Rúmenía – Argentína 30:23 (15:11).

Serbía – Pólland 33:38 (14:15).

Ungverjaland – Tékkland 25:26 (12:12).

Spánn – Slóvakía 36:18 (18:8).

Sviss – Bosnía 39:21 (18:14).

Færeyjar – Belgía 41:31 (19:16) – nánari umfjöllun.

Hvíta-Rússland – Íran 29:28 (16:16).

Rússland – Rússland U 20 41:22 (19:11).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -