- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar unnu Serba – úrslitaleikur fyrir Ísland á þriðjudagskvöld

Ungverjar fagna eftir sigurinn á Serbum í München í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverjar tryggðu sér sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik kvöld þegar þeir unnu Serba, 28:27, hnífjöfnum leik í Ólympíuhöllinni í München. Þar með verður hreinn úrslitaleikur á milli Íslands og Ungverjalands um efsta sæti C-riðils á þriðjudagskvöldið klukkan 19.30.

Sigurliðið í þeirri viðureign tekur með sér tvö stig áfram í milliriðil. Íslenska landsliðið mun þurfa eitt stig úr leiknum til þess að vera öruggt um sæti í milliriðli. Reyndar mun staðan liggja fyrir því áður en Ísland og Ungverjaland mætast verður viðureign Serbíu og Svartfjallalands lokið. Sá leikur hefst klukkan 17.

Tapi Serbar fyrir Svartfellingum eða gera jafntefli þá fer íslenska landsliðið áfram hvernig sem gengur á móti Ungverjum.

Ungverjar hafa fjögur stig í C-riðli, Ísland þrjú, Serbar eitt en Svartfellingar eru án stiga. Ljóst er að þeir fara heim á miðvikudagsmorgun.

Verði Ísland og Serbía jöfn ræður heildarmarkatalan hvort þeirra fer áfram og þar af leiðandi hvort þeirra lýkur keppni á Evrópumótinu á þriðjudagskvöldið.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -