Þúsundir Íslendinga kvöddu Ólympíuhöllina í München í gærkvöld að loknum þriðja og síðasta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik karla. Aðeins hafði fækkað í hópnum eftir tvo fyrstu leikina en það sló ekki á stemninguna á meðal Íslendinganna, lengst af leiksins.
Þótt að íslenska landsliðið hafi ekki leikið eins vel og vonir stóðu til þá verður ekki annað sagt en að íslensku stuðningsmennirnir hafi ekki staðið fyrir sínu. Þeir hafa aldrei verið fleiri á stórmóti í handbolta.
Flestir halda heim í dag. Einhver hópur heldur þó áfram ferðinni til Kölnar þar íslenska landsliðið leikur næstu fjóra leiki sína í milliriðlakeppni Evrópumótsins. Leikstaður Lanxess-Arena.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Hafliða Breiðfjörð af íslenskum áhorfendum í Ólympíuhöllinni í gærkvöld þegar íslenska landsliðið tapaði illa fyrir Ungverjum, 33:25. Eins og gefur að skilja dofnaði yfir gleðinni eftir því sem á leikinn leið og hallaði undan fæti inni hjá íslenska landsliðinu á leikvellinum.